Uppréttur runni með þéttar, grannar, bogsveigðar greinar.
Lýsing
Lauffellandi runni allt að 3×3 m. Greinar þéttar, grannar, nokkuð bogsveigðar. Lauf allt að 2 sm löng, egglaga, bogadregin eða breið-fleyglaga við grunninn, odddregin í endann. Blómin í löngum, lotnum, axlastæðum, ilmandi, lilla-litum klösum. Krónupípa allt að 8 mm löng, flipar snubbóttir eða yddir.
Uppruni
Garðablendingur (S. × persica L. × S. vulgaris L.).
Harka
4
Heimildir
1
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, þyrpingar, sem stakstæðir runnar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til fimm plöntur sem sáð var til 2001 og gróðursettar í beð 2004, 2007 og 2009. Ekkert kal skráð.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Garðauppruni (ekki kínversk). Blendingur gerður ca. 1777 í Frakklandi, Rouen Botanic Garden.