Symphytum x upplandicum

Ættkvísl
Symphytum
Nafn
x upplandicum
Íslenskt nafn
Benjavalurt
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Lífsform
Fjölær.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Blápurpura-blábleikur.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
40-120 sm (-140 sm)
Vaxtarlag
Náttúrulegur blendingur valurtar (S. officinale) og burstavalurtar (S. asperum). Fjölæringur, 40-140 sm hár, stöngull og lauf ekki eins hrjúf og á burstavalurtinni.
Lýsing
Lauf egglensulaga, legglaus, ekki legghlaupin eða mjög lítið, þ. e. ekki meira en 1 sm. Bikar 5-7 mm, um það bil 1/3 af lengd krónunnar með lensulaga, hassyddar tennur, allt að 2 x lengd krónunnar. Króna 1,2-1,8 sm, hálfbjöllulaga, purpura eða bleik í knúppinn, blápurpura eða blá-bleik eftir að blómið opnast. Ginleppar lengri en fræflarnir, þríhyrndir-lensulaga með breiðan, bogadreginn odd. Fræflar 5-6 mm með frjóþræðinum, sem er jafnlangur eða lengri en frjóhnapparnir. Fræ(hneturnar) grábrúnar, nöbbóttar með dauft reitamynstur.
Uppruni
Víða í M & V Evrópu.
Harka
5
Heimildir
1,2
Fjölgun
Sáning, skipting, rótargræðlingar.
Notkun/nytjar
Sem þekja, í breiða, sem undirgróður, í fjölær beð.
Reynsla
Harðgerð planta. Í E3 frá 1985.