Symphytum grandiflorum

Ættkvísl
Symphytum
Nafn
grandiflorum
Íslenskt nafn
Skriðvalurt
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Fölgulur.
Blómgunartími
Vor-sumar.
Hæð
30-40 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur með jarðlæga stöngla, blómlausa fyrsta árið en uppréttir með blómum annað árið, um 30 sm hár, vaxa upp frá greinóttu, húðóttu, skriðulu jarðstönglakerfi.
Lýsing
Stönglar læpulegir (þurfa stuðning) eru með 8-10 lauf sem hafa bæði þornhár, allt að 3 mm löng og mjög stutt hár. Lauf breiðegglaga, hvassydd með hjartalaga grunn og langa leggi með vængjum. Blómskipun þéttblóma. Bikar 4-7 mm, tennur band-lensulaga, snubbóttar, flipar 2/3-5/6 af lengd bikarsins, stækkar við aldinþroskann. Króna 1,4-2 sm, sívöl, krónupípan nær fram úr bikarnum, rauðleit í knúppinn, fölgul eftir að þau opnast. Fræflar með frjóhnappa 2 x lengri en frjóþræðina, ginleppar jafnlangir fræflunum, tungulaga, snubbóttir, efri hlutinn þéttsettur nöbbum. Fræ(hnetur) fínhnúskóttar.
Uppruni
Kákasus & NA Tyrkland.
Harka
5
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti sáning að vori.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í skógarbotn, undir tré og runna.
Reynsla
Harðgerð, í uppeldi sem stendur.
Yrki og undirteg.
'Lilacinum' - með hvít blóm með bláleitum og bleikum blæ.