Uppréttur fjölæringur, allt að 1,8 m hár með lárétta, greinótta jarðstöngla. Stönglar og miðrif neðra borðilaufanna þakin stinnum þornhárum.
Lýsing
Lauf hjartalaga, með langan legg, ekki legghlaupinn. Bikar 2-55 mm, um 1/5 af krónunni. Bikarflipar 2/3-3/4 af lengd krónunnar, fliparnir bogadregnir, stækka við fræþroskann og verða allt að 8 mm langir. Króna 1,1-1,7 sm, trektlaga, rauð í knúppinn, himinblá eftir að blómið springur út. Fræ brún, nöbbótt með rúðótt mynstur.
Uppruni
SV Asía.
Harka
5
Heimildir
1,2
Fjölgun
Sáning, skipting, rótargræðlingar.
Notkun/nytjar
Sem þekja, í breiðu, sem undirgróður, í fjölær beð.