uppréttur, marggreindur, grannar fíngerðar greinar, rótarskot, árssprotar grannir, rauðbrúnir aðeins hærðir eða hárlausir, börkur flagnar af í ræmum
Lýsing
Blöðin gagnstæð, sporlaga til breiðegglaga, heilrennd og stundum sepótt eða fátennt fremst, sérstaklega á Þróttmiklum srotum, fremur þunn, dökkgræn á efra borði og hárlaus, ljósari og dálítið hærð á því neðra, 1,5-5cm að lengd og 1,5-2,5cm á breiidd og ávöl í báða enda. Blómin bjöllulaga, 6mm að lengd hærð að innanverðu í stuttum klösum á endum árssprota og líka úr blaðöxlum, aldin hvít steinaldin 6-15mm í þvermál með 2 fræjum, hanga lengi plöntunum þar sem fulgar líta ekki við þeim, gulleitir haustlitir, brum ávöl 1,5mm að lengd með mörgum brumhlífarblöðum
Uppruni
N Ameríka, Kanada
Harka
3
Heimildir
1
Fjölgun
sumar og vetrargræðlingar (inni að vori), vorsáning, rótarskot
Notkun/nytjar
ókl.limgerði, þyrpingar, stakstæð, beð
Reynsla
Harðger og vindþolin, þarf að snyrta reglulega. Má klippa alveg niður. Skuggþolin tegund og því mikið notuð til uppfyllingar í trjábeð
Yrki og undirteg.
Symphoricarpos albus var. laevigatus (Fern.) S.F. Blake verður heldur hávaxnari eða allt að 2m á hæð með uppréttar hárlausar greinar, mikið greinóttar, blöð allt að 3-7,5cm að lengd og hárlaus og berin eru bæði stærri og fleiri en á aðaltegundinni (SA Alaska - Kalifornía)