Spiraea virginiana

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
virginiana
Íslenskt nafn
Bakkakvistur*
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
- 1 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, þéttgreindur runni, nær að minnsta kosti 1 m hæð. Sprotar hárlausir.
Lýsing
Lauf 2-5 sm, aflöng-lensulaga, ydd, heilrend eða með fáeinar tennur, grunnur bogadreginn til fleyglaga, laufin heilrend, skærgræn ofan, ljósari og nokkuð bláleit neðan. Blómin hvít, mörg saman í hárlausum, 5 sm breiðum hálfsveipum.
Uppruni
A Bandaríkin.
Harka
5
Heimildir
= 1, www.centerforplantconservatio.org/collection/CPC-ViewProfile.asp?CPCNum=4076
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar. Endemísk tegund, vex meðfram ám og lækjum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2000 og gróðursett í beð 2001, lítið kal, engin blóm 2011.