Spiraea veitchii

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
veitchii
Íslenskt nafn
Bogakvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
September.
Hæð
2-3 m (3,5m).
Vaxtarlag
Kröftugur uppréttur runni með glæsilega bogsveigða sprota, ungar smágreinar rauðlitar, dálítið langhærðar, gáróttar.
Lýsing
Kröftugur, lauffellandi runni, sem verður allt að 3,5 m hár. Sprotarnir glæsilega bogsveigðir, ungar smágreinar rauðlitar, dálítið langhærðar, gáróttar. Laufin eru allt að 2×5 sm, aflöng eða öfugegglaga, heilrend, hárlaus, stundum lítillega langhærð á neðra borði. Blómin allt að 5 mm í þvermál, hvít, í margblóma, þéttum hálfsveipum sem verða allt að 6,5 sm í þvermál. Blómleggir og bikarar fín-langhærðir. Krónublöðin styttri en fræflarnir. Hýði hárlaus beinstrengjótt.Líkur lotkvisti (S. wilsonii Dutie).
Uppruni
V & M Kína
Harka
5
Heimildir
1, Ásg.Svanb. 1982.
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Stakstæðir, í þyrpingar, beð.
Reynsla
Er ekki til í Lystigarðinum.Harðgerður-meðalharðgerður, hér og hvar í görðum hérlendis.g Gisja þarf reglulega. Þolir þó ágætlega klippingu. Þarf skjólgóðan og hlýjan stað til að blómgast árlega.