Lauffellandi, uppréttur runni, 1-2 m hár. Greinarnar stífar, ungar greinar eru greinilega kantaðar, hárlausar.
Lýsing
Laufin eru 3-6,5×1,5-2,5 sm, aflöng til lensulaga, snögg-odddregin, mjókka smám saman að grunni og með fáeinar tennur við oddinn eða heilrend, skærgræn ofan en dálítið bláleit neðan, hárlaus. Laufleggur allt að 6,5 mm. Blóm allt að 8,5 mm í þvermál hvít, í hvefldum hálfsveipum, sem eru allt að 5 sm í þvermál. Hálfsveipirnir eru á enda stuttra, laufóttra greina og allt myndar þetta tígulegan vönd. Blómleggir eru ullhærðir. Krónublöð kringluleit, framjöðruð. Aldin dúnhærð.
Uppruni
Kórea.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, beð og stakstæðir. Sigurkvisturinn er náskyldur sunnukvisti (S. nipponica), en auðgreind frá honum á minna útstæðum og mjórri greinum.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur, önnur aðkeypt 1990. Hún hefur lítið kalið gegnum árin er um 1 m há og blómstrar, en til hinnar var sáð 1992 og plantað í beð 2004, þrífst illa.
Yrki og undirteg.
Snow White (S. trichocarpa Nakai × S. trilobata L.). Stór og mikill runni, allt að 1,5 m hár með drúpandi greinar, stór og ljósgræn lauf. Blómin eru stór, rjómahvít, blómskipunin minnir á sveip.