Spiraea × rosalba

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
× rosalba
Íslenskt nafn
Bleikjukvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Spiraea hybrida Petz. & G.Kirchn., S. rubella Dippel
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Mjög fölbleikur.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
Um 50 sm
Vaxtarlag
Lauffellandi runni. Myndar mikið af rótarskotum.
Lýsing
Blómin ljósrósbleik í uppmjóum skúf, sem er breiður neðst. Er frábrugðin víðikvisti (S. salicifolia) á mjó keilulaga skúf, skúfgreinarnar eru oftast með ögn af dúnhárum.Laufin eru oftast mjó-egglaga- lensulaga, tvísagtennt. Krónublöð oftast mjög fölbleik. Oftast minna en 20% frjóa frjó.
Uppruni
Blendingur (S. saliciflora L.× S. alba Duroi).
Heimildir
= 21, http://wbd.etibiinformatics.nl, www.ispotnature.org/species-dictionaries/uksi/Spiraea%20salicifolia%20x%20alba%29%3D520S.%20x%20rosalba, www.brc.ac.uk/plantatlas/index.php?q=node/3997,
Fjölgun
Sumargræðlingur.
Notkun/nytjar
Í beð.
Reynsla
í Lystigarðinum eru tvær plöntur sem sáð var til 1993. Þær hafa kalið mismikið gegnum árin, með blóm 2011.