Lauffellandi, uppréttur runni, 1-2 m hár. Greinar sívalar, grannar, bogsveigðar, lóhærðar í fyrstu.
Lýsing
Lauf 3-4 sm, breiðoddbaugótt til tígul-oddbaugótt, hvass og djúp sagtennt til ógreinilega 3-flipótt, dúnhærð ofan, grálóhærð neðan. Blóm allt að 8 mm í þvermál, hvít, í hvelfdum og kringluleitum, hárlausum hálfsveip. Krónublöðin eru jafnlöng fræflunum. Aldin hárlaus nema á sauminum að neðan, þar eru randhár.
Uppruni
N Kína.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlinar, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til tvær plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1993 og gróðursettar í beð 1995, lítið kal, blómstra árlega, fallegir, gulir haustlitir.