Lauf allt að 6,5 sm löng, egglaga, tvísagtennt eða djúpskert, næstum hárlaus. Blómin bleik í klasalíkum sveip, allt að 7,5 sm í þvermál.
Uppruni
Garðablendingur (S. chamaedryfolia L. v. ulmifolia × S. bella Sims.).
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar og sem stakstæður runni.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1992 og gróðursettar í beð 1999, báðar kala lítið og vaxa vel, eru um 1,8 m háar og blómstra árlega.