Lauffellandi, uppréttur runni allt að 2,5 m hár, stór og mikill og hvelfdur í vextinum. Greinar kantaðar, hárlausar.
Lýsing
Lauf 1,5-2,7×0,75-1,5 sm, þunn, breið-öfugegglaga, egglaga eða oddbaugótt, stöku sinnum hálfkringlótt, snubbótt, grunnur fleyglaga. Laufið er með breiðar bogadregnar tennur í oddinn eða heilrend, hárlaus, dökkgræn ofan en blágræn á neðra borði. Laufleggur allt að 3 mm, hárlaus. Blóm allt að 8 mm í þvermál, hreinhvít, mörg saman í endastæðum, hvelfdum eða keilulaga, hárlausum eða næstum hárlausum klösum, sem eru allt að 4 sm breiðir. Blómleggir hárlausir með áberandi lauflík stoðblöð við neðri (ystu) blómin. Bikar hárlaus, bikarblöð upprétt, tígullaga, ydd, brún-dúnhærð innan. Krónublöðin eru kringlótt, lengri en fræflarnir, skarast. Hýðin eru brún-dúnhærð til næstum hárlaus.
Uppruni
Japan.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, sem stakstæður runni, í blönduð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til þrjár plöntur sem sáð var til 2002, gróðursettar í beð 2004, eru um 1 m háar, vaxa vel, blómríkar.Meðalharðgerður runni sem þarf að grisja reglulega.
Yrki og undirteg.
'Halward's Silver' uppréttur og þéttur, að 1,2 m með hvít blóm, 'June Bride' dvergur, stuttar bogsveigðar greinar, 'Snowmound' uppréttur með bláleitu laufi, hvít blóm, blómgast ríkulega.