Spiraea media

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
media
Ssp./var
ssp. media
Íslenskt nafn
Garðakvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, (hálfskuggi).
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
1-1,5 m
Vaxtarlag
Uppréttur, þéttvaxinn runni með sívalar, gulbrúnar greinar, sem eru hærðir í fyrstu.
Lýsing
Blómskipunin hárlaus, krónublöðin hvít, heilrend.
Uppruni
A Evrópa til NA Asíu.
Harka
5
Heimildir
= 7
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í óklippt limgerði, í raðir, sem stakstæður runni, í þyrpingar, aftarlega í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1974, er um 1,2 m há, kelur lítið og blómstrar árlega. Auk þess eru til tvær plöntur sem sáð var til 1990, kala lítið, eru 0,9-1 m háar og blómstra árlega.Harðgerður runni sem þarf að grisja reglulega til að þétta og endurnýja vöxt því hann verður fremur ber neðan til með árunum.