Spiraea media

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
media
Ssp./var
v. sericea
Höfundur undirteg.
(Turcz.) Maxim.
Íslenskt nafn
Silkigarðakvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Spiraea sericea Turcz.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Maí-júní, aldin í júlí-ágúst.
Hæð
1-2 m
Vaxtarlag
Uppréttur, lauffellandi runni, allt að 2 m hár. Smágreinar brúnar, verða grá-rauðar með aldrinum, hálfsívalar, silki-ullhærðar í fyrstu, en verða hárlausar.
Lýsing
Brum eru egglaga, 3-5×1,5-3 mm, með nokkur brún hreistur, dúnhærð, odddregin. Laufleggir 1-2 mm, þétt-silkihærðir, blaðkan grágræn á neðra borði, dökkgræn að ofan, egglaga-oddbaugótt eða oddbaugótt, 1,5-4,5×0,7-1,5 sm, með þétt, aðlæg silkihár á neðra borði, langhærð ofan, greinilega fjaðurstrengjótt, grunnur fleyglaga, jaðrar heilrendir, (og á blómlausum smágreinum 2-5 sagtennt á hvorri hlið), ydd. Klasar með legg, í sveip, 3-6×2-3(-4) sm, 15-30 blóma. Blómleggir 6-10 mm, hárlausir eða langhærðir. Stoðblöð bandlaga, smá, hárlaus. Blómin 4-5 mm í þvermál. Blómbotn hálf-bjöllulaga, hárlaus utan. Bikarblöð egglaga, 1-2 mm, baksveigð þegar aldinið hefur þroskast, snubbótt. Krónublöð hvít, hálfkringlótt, 2-3 mm, næstum jafn breið og löng, grunnur með stuttri nögl. Fræflar 15-20, mislangir, þeir lengri um 2 sinnum lengri en krónublöðin, þeir styttri jafnlangir krónublöðunum. Kragi greinilega 10-flipóttir. Stílar styttri en fræflarnir. Fræhýði útstæð, dúnhærð. Stílar endastæðir.
Uppruni
Kína, Japan, Mongólía, Rússland.
Harka
5
Heimildir
www.eFloras.org Flora of China
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í óklippt limgerði, í raðir, sem stakstæður runni, í þyrpingar, aftarlega í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til nokkrar plöntur sem sáð var til 1980, 1982 og 1983. Þær eru orðar 1,5-1,8 m háar, kala lítið og eru með fallega, gula haustliti. Blómstra árlega sumar mikið, nema þær sem eru í of miklum skugga. Hefur þrifist vel í Lystigarðinum.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Vex í blandskógum, graslendi, þurrum brekkum í 500-1100 m h.