Spiraea japonica

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
japonica
Yrki form
Genpei
Íslenskt nafn
Japanskvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Spiraea japonica (L.) Desv. Shirobana
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Snjóhvítur, bleikur eða rauðbleikur.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
- 60 sm
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 60 sm hár.
Lýsing
Lauf mjóegglaga, 3-5(7) sm löng, ljósgræn. Blómin snjóhvít, bleik eða rauðbleik í mismunandi blómskipunum, blóm geta líka verið í mörgum litum á sömu blómskipuninni og á sömu plöntunni. Blómskipunin flatur skúfur.
Uppruni
Yrki.
Harka
Z5
Heimildir
10
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, í kanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum til planta sem sáð var til 1999 og gróðursett í beð 2006, falleg planta, sein til.