Spiraea japonica

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
japonica
Yrki form
Nana
Íslenskt nafn
Dvergkvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
(S. japonica L.f. v. alpina Maxim., S. japonica L.f. Nyewoods).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, (hálfskuggi).
Blómalitur
Rauðbleikur.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
20-40 sm
Vaxtarlag
Mjög lágvaxinn og þéttvaxinn runni, nær 20-30 sm hæð og breidd á 5 árum. Lítur út eins og þéttgreinótt þúfa, árssprotar fínhærðir.
Lýsing
Lauf 1-2 sm löng, breiðegglaga, dökkgræn. Blómin smá, rauðbleik, í samanrekinni, næstum kúlulaga blómskipun.
Uppruni
Yrki.
Harka
5
Heimildir
= 1, 10
Fjölgun
Sumargræðlingar, skipting.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í steinhæð, í raðir, í ker,í beð, í brekkur.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur, sem sáð var til 2001 og gróðursettar í beð 2006 og 2009, engar upplýsingar um kal, en þær eru seinar til og aðeins með knúbba 2011.Harðgerður runni (fékkst um tíma á Vöglum), má klippa alveg niður árlega.