(S. japonica L.f. v. alpina Maxim., S. japonica L.f. Nyewoods).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, (hálfskuggi).
Blómalitur
Rauðbleikur.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
20-40 sm
Vaxtarlag
Mjög lágvaxinn og þéttvaxinn runni, nær 20-30 sm hæð og breidd á 5 árum. Lítur út eins og þéttgreinótt þúfa, árssprotar fínhærðir.
Lýsing
Lauf 1-2 sm löng, breiðegglaga, dökkgræn. Blómin smá, rauðbleik, í samanrekinni, næstum kúlulaga blómskipun.
Uppruni
Yrki.
Harka
5
Heimildir
= 1, 10
Fjölgun
Sumargræðlingar, skipting.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í steinhæð, í raðir, í ker,í beð, í brekkur.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur, sem sáð var til 2001 og gróðursettar í beð 2006 og 2009, engar upplýsingar um kal, en þær eru seinar til og aðeins með knúbba 2011.Harðgerður runni (fékkst um tíma á Vöglum), má klippa alveg niður árlega.