Lauffellandi runni, oftast hærri en 1,5 m. Smágreinar eru sívalar, dúnhærðar í fyrstu.
Lýsing
Lauf 5-10 sm, aflöng-lensulaga, odddregin, gróf- og hvass-tvísagtennt, tennur innsveigðar, brjóskyddar, hrukkótt á efra borði, bláleit og hárlaus neðan. Blómin bleik, í marggreindum, smádúnhærðum hálfsveipum. &
Uppruni
A & M Kína.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar, skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, beð, ef til vill í raðir eða sem stakstæðir runnar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein aðkeypt planta frá Nordplant 1985, lítil, sein til, kal flest ár, en blómstrar mikið og er með fallega haustliti 2011.Meðalharðgerður-harðgeður runni, hægvaxta, má klippa alveg niður árlega.