Í beð, sem stakan runna, í þyrpingar. Plantað með um 60 sm millibili. Þolir vel klippingu. Greinar sem brotnað hafa undan snjó er hægt að klippa niður í um 20 sm hæð að vorinu.
Reynsla
Í Lystigarðinum er ein aðkeypt planta frá 2005, sem vex vel og er kröftug og blómstrar.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Upprunninn í Finnlandi.Ræktaður næstum alls staðar í Finnlandi, þrífst vel og er stærri en hin yrkin. Odensala hefur orðið vinsæll runni á stuttum tíma. Runnann er hægt að nota á margan hátt t.d. stakan, í þyrpingar, sem jarðvegsþekju og minnir þar með á Spiraea japonica Froebelii, en er með stærri lauf en S. japonica Froebelii. Spiraea japonica Odensala blómstra í júlí, á sama tíma og birkikvisturinn. Laufið er með fallega haustliti. Þrífst allt norður í Lappland.