Laufin 25-65 × 10-33 mm, oddbaugótt, sjaldan egglaga, fremur breið, 1,5-3 × lengri en þau eru breið, grunnur fleyglaga, sjaldan bogadreginn. Blaðkan ydd, hárlaus ofan með silkihár á æðastrengjum á neðra borði, oft sagtennt, oftast með aðeins eina, staka tönn í toppinn/endann, sjaldan eru tennur neðst á blöðkunni. Neðri laufin á sprotunum eru stundum heilrend, laufleggir 2-4 mm langir, með ryðlitan hárflóka, blómin ljósbleik, blómskipunin þétt, breið, egglaga til pýramídalaga, þ. e. egglaga klasar, 25-100 × 20-65 mm. Blómskipunarleggir og blóm með ryðlita hæringu, blómleggir 1,5-3 mm, bikarblöð þríhyrnd, ydd, fræflar miklu lengri en krónublöðin.&