Spiraea hemicryptophyta

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
hemicryptophyta
Íslenskt nafn
Putakvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi smárunni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rauður og hvítur.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
20-40 sm
Vaxtarlag
Lauffellandi dvergrunni um 20-40 sm hár, sprotar ógreindir.
Lýsing
Blómskipunin endastæð, blómin mörg saman í hálfsveip, rauð og hvít. Visnar niður að haustin og lifir af veturinn sem neðanjarðarrenglur.
Uppruni
Sikkim, Nepal, N Myanmar, China
Heimildir
http://www.plant.csdb.cn, http://www.ipni.org, http://www.rhs.org.uk
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í beðkanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru tvær plöntur sem sáð var til 1992, gróðursettar í beð 2001 og 2009. Engar upplýsingar um kal og blómgun.
Yrki og undirteg.
Putakvistur er greindur frá breiðukvisti (S. bella) á sumargrænum, 20-40 sm háum stilkum, sem sjaldan eru greinóttir og hálfsveipirnir eru allir endastæðir.