Lágvaxinn runni, líkur japanskvist (S. japonica), en ungar greinar eru næstum hárlausar og með hvassa kanta, purpurabrúnar, glansandi.
Lýsing
Lauf öfugegglaga til egglaga-oddbaugótt, 3-8 sm löng, 1,5-3,5 sm breið, einsagtennt og gróftennt, aðallega hærð á æðastrengjunum. Laufleggir 5-10 mm langir. Blómin skærbleik í þéttum 6-7 sm breiðum klösum.
Uppruni
Kína.
Heimildir
7
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð, í kanta, í þyrpingar.
Reynsla
Ekki til í Lystigarðinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur, þrífst vel þar.
Yrki og undirteg.
ATH.: Spiraea fritschiana C.K.Schneid er samnefni yfir Spiraea japonica L.f.