Spiraea douglasii

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
douglasii
Ssp./var
ssp. menziesii
Höfundur undirteg.
Hook.
Íslenskt nafn
Dögglingskvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Djúpleikur.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
< 1 m
Vaxtarlag
Lágvaxinn, uppréttur runni, sjaldan hærri en 1 m, myndar mjög mikið af rótarskotum, sprotar greinast minna en á aðaltegundinni.
Lýsing
Ungir sprotar og neðra borð laufa hárlaust eða ullhært, ekki lóhært. Lauf 3-7 sm, laufleggir 0,3-0,5 sm. Blómskipunin fíngerðari og ekki eins þétt dúnhærð og á aðaltegundinni.
Uppruni
V N-Ameríka (Oregon til Alaska).
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð, í kanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru nokkrar plöntur sem sáð var til 1983, 1988, 1992. 1993, sem yfirleitt eru gróskumiklar og blómríkar, nema þær sem hafa lent í skugga undir kröftugri runnum.