Spiraea densiflora

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
densiflora
Íslenskt nafn
Dreyrakvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól (hálfskuggi).
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Júlí - ágúst.
Hæð
-60 sm
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 60 sm hár, þéttgreinóttur með uppsveigðar greinar, lítið eitt skriðull. Árssprotar hárlausir og blöðóttir. Smágreinar sívalar, rauðbrúnar og hárlausar.
Lýsing
Laufin 2-4 sm, oddbaugótt, bogadregin til beggja enda, bogtennt og sagtennt við oddinn, ljósgrænni á neðra borði, laufleggir allt að 3 mm langir. Blómin bleik, mörg saman í 4 sm breiðum hálfsveipum, aðalblómskipunarleggur hárlaus. Bikarpípa allt að 2,5 mm í þvermál, hárlaus, bikarblöð 1 mm, egglaga, snubbótt, upprétt eða skástæð, krónublöð 1,5 mm löng. Fræhulstur 2,5 mm, beinstrengjótt, hárlaus, glansandi.
Uppruni
NV Bandaríkin.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar, rótskeyttar greinar, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í blönduð runnabeð, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til nokkrar plöntur sem sáð var 1991, hafa kalið flest ár og blómstrað, (sumar hafa drepist). Svo er til ein planta, sem sáð var til 1992, blómstrar árlega og ein aðkeypt planta frá 1999, sem blómstrar líka árlega. Í Lystigarðinum eru líka til tvær plöntur undir nafninu S. densiflora ssp. densiflora sem sáð var til 1994, runninn er fremur hár og blómstrar. Engar upplýsingar um kal.Hefur reynst vel bæði norðan og sunnanlands. Fyrst reyndur í Lystigarðinum 1980 (H. Sig. af fræi frá Cary Arboretum)
Yrki og undirteg.
Spiraea densiflora ssp. splendens - með enn dekkri blóm, blöðin egglaga til sporlensulga, ydd eog sagtennt eða tvísagtennt og tennur langyddar, verður allt að 1,2 m á hæð