Lauffellandi, uppréttur runni, oftast hærri en aðaltegundin, greinarnar grófari og uppréttari.
Lýsing
Laufin eru oddbaugótt, efstu tveir þriðju hlutar þeirra eru grófsagtenntir og þau eru heilrend neðst. Blómin eru 13 mm í þvermál, hvít, í lengri klösum en aðaltegundin. Blómskipunin er allt að 5 sm löng.Líkur skógarkvisti (S. miyabei Koidz.), sem er frábrugðinn Spiraea chamaedryfolia v. ulmifolia, meðal annars að því leyti að vera með samsetta hálfsveipi.
Uppruni
Evrópa.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1992, gróðursettar í beð 1994, vaxa vel, engin blóm 2011.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Spiraea chamaedryfolia v. ulmifolia Maxim. er talin vera samnefni Spiraea chamaedryfolia L. af sumum höfundum.