Spiraea chamaedryfolia

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
chamaedryfolia
Íslenskt nafn
Bjarkeyjarkvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
1,5-2 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, skriðull runni, allt að 2 m hár, þétt greindur og með rótarskot, greinar kantaðar, bugðóttar, árssprotar gulleitir, hárlausir. Greinar oftast sveigðar út á við, smágreinar hyrndar-vængjaðar, dálítið bugðóttar, gular, hárlausar.
Lýsing
Lauf 4-7,5×1,8-4 sm, egglaga eða egglensulaga, ydd, gróf-, óreglulega, og oft hvass tví-sagtennt í efsta 2/3 hlutanum, dökkgræn og hárlaus á efra borði, ögn bláleit á neðra borði. Laufleggur 0,5-1 mm. Blómin 8,5 mm í þvermál, hvít, þétt saman í 4 sm breiðum, hvelfdum hálfsveipum eða hálfsveiplíkum klösum, eða á stuttum hliðagreinum, blómleggir 1 sm langir, grannir, hárlausir. Bikarblöð þríhyrnd-egglaga, baksveigð. Krónublöð 6 mm, kringlótt. Fræflar lengri en krónublöðin. Aldin hárlaus, vörtótt, með dálítið útstæðar restir af stílum.
Uppruni
A Alpar, Karpatafjöll, Balkanskagi til Síberíu og M Asíu.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumar- og vetrargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í limgerði, í raðir, í þyrpingar, í beð og sem stakstæðir runnar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til þrjár gamlar plöntur sem hafa kalið lítið eitt í byrjun en ekkert hin síðari ár, blómstra. Líka eru til tveir runnar sem sáð var til 1982, blómstra og eru fínir, svo og einn sem sáð var til 1992. Harðgerður runni, sem þolir þurrk, skugga og ófrjóan jarðveg, grisja þarf reglulega.
Yrki og undirteg.
v. flexuosa (Fisch.) Maxim. er öll minni, stilkar grennri og sveigjanlegri, blöð minni, mjórri, sagtennt til endanna, blóm minni.(Heimkynni: Síbería, = 1).