Spiraea cantoniensis

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
cantoniensis
Íslenskt nafn
Kúlukvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur-rjómahvítur.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
-2 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni allt að 2,5 m hár, stöku sinnum allt að 4,5 m, bungulaga í vextinum, þétt greindur. Sprotarnir uppréttir, greinarnar grannar, bogsveigðar eða hangandi, gáróttar til kantaðar, ungar eru þær dúnhærðar.
Lýsing
Lauf 1-2,5×0,75-1,6 sm, egglaga eða öfugegglaga, oddurinn oftast snubbóttur og tenntur, grunnur fleyglaga. Laufin eru mattgræn og lítið eitt ullhærð á efra borði, grá og þétt ullhærð á neðra borði. Blómin hvít eða matt-rjómahvít, allt að 5 mm í þvermál, í 15-20 blóma, hálfhnöttóttum, hálfsveipum, sem eru allt að 5 sm í þvermál. Blómleggir og bikarar grá-ullhærðir eða lóhærðir. Bikar bollalaga, allt að 1,5 mm breið, bikarblöð 1 mm löng, krónublöð allt að 3×1,5 mm, öfugegglaga. Fræflar lítið eitt lengri en krónublöðin. Aldin allt að 2 mm, lang-dúnhærð.Líkur slæðukvisti (S. sargentiana Rehder).
Uppruni
Himalaja.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar, í jaðra á trjábeðum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til einn runni sem sáð var til 2008.