Spiraea betulifolia subsp. corymbosa (Raf.) Roy L. Taylor & MacBryde
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
30-100 sm
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, 0,3-1 m hár, greinar sívalar, lítið greindar. smágreinarnar hárlausar, sívalar, rauðbrúnar.
Lýsing
Lauf allt að 3-7,5 sm, breið-oddbaugótt, gróftennt og oft er efri hlutinn tvísagtenntur, hárlaus, bláleit neðan, laufleggir 0,3-0,8 sm langir. Blómin hvít, 4 mm í þvermál, í hnöttóttum hálfsveipum sem er allt að 10 sm í þvermál.
Uppruni
A Bandaríkin.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Stakstæðir runnar, í beð, í kanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til einn runni sem sáð til 1991, kelur lítið og blómstrar og tveir runnar sem sáð ár til 1995, þeir kala ekkert og blómstra árlega.