Spiraea betulifolia

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
betulifolia
Ssp./var
v. lucida
Höfundur undirteg.
(Douglas ex Greene) C.L. Hitchc.
Íslenskt nafn
Birkikvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Spiraea betulifolia subsp. lucida (Douglas ex Greene) Roy L. Taylor & MacBryde.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, (hálfskuggi).
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
-1 m
Vaxtarlag
Uppréttur runni - allt að 1 m á hæð, ekki mjög greindur, skriðull. Greinar sívalar, brúnleitar.
Lýsing
Lauffellandi, uppréttur runni allt að 1 m hár, lítið greindur. Jarðrenglur skriðular. Smágreinar sívalar, hárlausar, grábrúnar eða brúnar. Lauf 2-6 sm löng, breiðegglaga til egglaga-aflöng, venjulega ydd, stöku sinnum snubbótt, grunnur bogadreginn eða breið-fleyglaga. Laufin eru gróftennt eða hvass-sagtennt, heilrend við grunninn, glansandi ofan, ljós á neðra borði, laufleggir allt að 6 mm. Blómin hvít, í þéttblóma, flötum kvíslskúf sem er allt að 10 sm í þvermál, aðalblómskipunarleggir hárlausir.
Uppruni
V N-Ameríka.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar, skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Sem sakstæður runni, í limgerði, í þyrpingar, í beð, í raðir, í ker.
Reynsla
Í Lystigarðinum er einn aðkeyptur runni frá 1983 sem kelur dálítið flest ár og blómstrar. Einnig er til einn runni sem sáð var til 1990 og hefur kalið flest ár, var með blóm 2011; annar runni sem sáð var til 1991, dálítið kal flest ár, vex vel, engin blóm 2011 og runni sem sáð var til 1997, lítið kal, blómríkur.