Dvergvaxinn runni allt að 30 m hár. Ungar greinar oftast stutt-dúnhærð.
Lýsing
Lauf allt að 1,5×1,8 sm breið-bogaformuð, bogtennt, greinilega með netæðastrengi. Blómin allt að 5 mm í þvermál. Blómskipunin oftast stutt-dúnhærð, allt að 2,5 sm í þvermál.
Uppruni
Japan, Kúríleyjar, Kamchatka.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar, skipting.
Notkun/nytjar
Stakstæðir runnar eða íkanta, beð, ker.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til einn aðkeyptur runni frá Hörsholm Arboretum 1982 (kom í rauninni undir nafninu Spiraea beauverdiana C.K. Schneid. f. glabra). Falleg planta sem kelur lítillega flest ár, vex vel, blómstrar og er með fallega haustliti.Hefur ekki reynst eins vel og aðaltegundin - kelur þó nokkuð árlega.