Spiraea alba

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
alba
Íslenskt nafn
Ljósakvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Hvítur (sjaldnan bleikur).
Blómgunartími
September-október.
Hæð
1-1,5 m
Vaxtarhraði
Meðalhraður vöxtur.
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 1,5 m hár. Greinarnar eru uppréttar eða útstæðar, kantaðar, fín ryð-lóhærðar.
Lýsing
Lauf 2,5-6,25 sm, aflöng til aflöng-lensulaga, ydd, grófsagtennt, æðastrengir dúnhærðir eða hárlausir á neðra borði. Blómin 8 mm í þvermál, hvít, sjaldan bleik, í laufóttum pýramídalaga-keilulaga skúf, allt að 20, 5 sm löngum (stundum lengri), bikarblöð upprétt, fræflar hvítir. Aldin hnöttótt.
Uppruni
A N-Ameríka.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í kanta, í beð, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til einn gamall runni frá 1981 og tvær plöntur sem sáð var til 2000, allir eru seinir til og eru með knúbba í september-október.