Lauffellandi lítið tré, 5-7 m hátt, minnir á seljureyni (S aria). Krónan er hvelfd. Getur verið runni. Ársprotar rauðbrúnir, með korkfrumur, hárlaus. Brumin bogadregin, um 0,8 mm löng, hárlaus eða dúnhærð.
Lýsing
Laufin ekki samsett, 3,5-6 sm, næstum kringlótt til breið-oddbaugótt, stutt flipótt, grunnur mjókkar og verður fleyglaga, snubbótt í oddinn, leðurkennd, æðastrengir í 5-6 pörum, dökkgræn ofan, hvít ullhærð neðan. Laufleggur 0,8-2,4 sm langur. Blómin hreinhvít, 0,9 mm breið, í strjálblóma hálfsveipum, um 7,5 sm breiðum. Frjóhnappar bleikir. Stílar 2. Aldin íflöt-hnöttótt, appelsínurauð, sögð vera rauð hjá villtum plöntum, þroskast að haustinu.