Sorbus tianshanica

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
tianshanica
Íslenskt nafn
Hirðingjareynir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni - lítið tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur til bleikleitur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
3 - 5 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni eða lítið tré, allt að 10 m hátt. Ársprotar mjög mikið glansandi, appelsínubrúnir. Brum keilulaga, dúnhærð, allt að 10 mm, með hvít hár, einkum í oddinn og á jöðrum brumhlífarblaðanna.
Lýsing
Lauf stakfjöðruð, 13-15 sm með 5-7 pör af smálaufum. Smálauf allt að 30-40(-60) x 8-10 mm, mjólensulaga, langydd, tennt í efri 1/2 til efri 2/3 laufsins, milligræn, glansandi ofan, ekki nöbbótt neðan. Blómskipunin er strjálblóma klasa með álútum blómum. Blómin 15-20 mm breið, drúpandi, hvít eða stöku sinnum bleikleit. Aldin rauð, allt að um 9 x 8,5 mm. Bikarblöð kjötkennd að mestu. Stílar festir með millibili. Frævur 5, hálfundirsætnar, en lausar frá hver annari næstum að grunni, oddarnir mynda útvöxt inni í bikarnum, með hvít hár. Aldin 8 mm, hnöttótt, skarlatsrauð. Fræin rauðbrún, um 5 x 2 mm. Tegund sem fjölgar sér með kynæxlun. (2n=24).
Uppruni
SV Asía, Afghanistan, V Pakistan, Rússland, Kína (Gansu, Qinghai, Xinjiang). Vex í fjalladölum, oft meðfram ám og í skógarjöðrum í 2000-3200 m hæð.
Harka
6
Heimildir
1, 15, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200011720
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í trjá- og runnabeð, í kanta.
Reynsla
LA 901563 í B6-J01, gróðursett 1990 frá Nordisk Genbank 1990, kvæmi sem á að vera mjög norðlægt. Afar falleg tegund og harðger og á skilið meiri útbreiðslu. Hefur aldrei kalið neitt frá byrjun. K=0 yfir 10 ára tímabil. Fer snemma af stað og varð aðeins brúnn í vorhreti 2003 en það virtist ekkert há honum.
Yrki og undirteg.
v. tianschanica: Blöðkur smálaufa 5-7 sm, jaðrar oftast hvass-sagtenntir, heilrend aðeins við grunninn.v. integrifoliolata T.T.Yu: Blöðkur smálaufa 2,5-5 sm, heilrendar eða með 2-5 tennur á hvorri hlið.
Útbreiðsla
'Red Cascade' er getið í RHS en það yrki er ekki í ræktun í garðinum (með appelsínugul ber).