Sorbus sitchensis

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
sitchensis
Íslenskt nafn
Sitkareynir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól (hálfskuggi).
Blómalitur
Hvítleitur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
1-2 m getur hugsanlegs náð 4-6 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, 1-4 m á hæð (eftir því hvaðan runninn er). Árssprotar grábrúnir. Brumin egglaga-keilulaga, allt að 10 mm löng, bládöggvuð og með rauðbrúna dúnhæringu.
Lýsing
Lauf stakfjöðruð, um 22 sm löng með 4-5 pör af smálaufum. Smálauf allt að 70 x 30 mm, egglaga-aflöng, mjókka venjulega snögglega í snubbóttan eða hvassyddan odd/enda, tennt að 1/3 til 1/2 af lengdinni, mött á efra borði, ögn blágræn, ekki nöbbótt á neðra borði. Blómskipunin hálfsveipur en hvelfd í toppinn. Aldin bleikrauð, allt að 12 x 10 mm, oft lengri en breið. Bikarblöð kjötkennd að mestu. Frævur 3-5, hálfundirsætnar, oddar mynda ósamvaxinn útvöxt innan í bikarnum, með hvít hár. Stílar allt að 2,25 mm, sundurlausir. Fræ ljósbrún, allt að 5 x 2,5 mm. Þetta er hópur líkra, fjórlitna smátegunda sem æxlast með geldæxlun. (2n=68)
Uppruni
N Ameríka frá Alaska og Yukon gegnum Bresku Kólumbíu til norðvestur Montana, Idaho og Kaliforníu.
Harka
5
Heimildir
1, 15
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Stakstæður, raðir, í þyrpingar.
Reynsla
Tiltölulega sjaldséður í ræktun hérlendis en bærilega harðger og hefur reynst vel í garðinum. LA 84598 í N3-AA02 (og S11), gróðursettur 1988, kom sem nr. 792 frá Liverpool HBU 1984. Kól aðeins í fyrstu en lítið sem ekkert hin síðari ár.
Yrki og undirteg.
Þekkist frá S. occidentalis á stærri og tenntari smáblöðum. Þekkist helst frá öðrum meðlimum ættkvíslarinnar á samsetningunni, brum aðeins bláleit, rauðbrúnhærð og ekki límug. Smáblöðin mött, aflöng, sljóydd (snubbótt) aðeins bláleit (grænblá), slétt. Aldin bleikrauð. (McAll. 07)