Lauffellandi runni eða lítið tré, 2-5 m hár. Stofn allt að 10 sm í þvermál. Margstofna með sléttan, gulleitan til gráleitan börk. Ársprotar ljósbrúnir með hvíta dúnhæringu þegar þeir eru ungir. Brumin límkennd og glansandi.
Lýsing
Laufin stakstæð, 10-20 sm löng, stakfjöðruð, með 7-15 smálauf, næstum legglaus. Smálauf 5-7 sm, aflöng-oddbaugótt, hvassydd, jaðrar djúp, sagtennt ofan við grunninn, grunnur heilrendur, græn, vaxkennd ofan, ljósari neðan.Blómskipunin er marggreindur hálfsveipur, 6-12 sm breiður, með mörg 5-10 mm breið hvít eða rjómalit blóm, krónublöð 5. Aldin glansandi, appelsínugul til skarlatsrauð, minna á ber, 5-10 mm löng, hnöttótt 'eplalík' með bikarinn festan vð toppinn. Hvert aldin með 8 flöt, brún eða rauðbrún fræ, 3-4 mm löng.