Lauffellandi runni eða lítið tré, allt að 2 m hár, minnir á seljureyni (S. aria).
Lýsing
Laufin eru oddbaugótt, óskipt, um 8-15 sm löng, breiðari ofan við miðju, snubbótt, leðurkennd, með 8-10 pör af æðastrengjum, neðsti 1/3 hlutinn heilrendur, efri hlutinn mjög fín sagtenntur (tennur hvassar og vita fram á við), hvít-flókahærður neðan, laufleggurinn rauðbrúnn. Blómskipunin þéttlóhærð. Blómin um 12-16 mm í þvermál. Aldin hálfhnöttótt, 10-15 mm, græn og skærrauð, með þéttar doppur.