Sorbus rupicola

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
rupicola
Íslenskt nafn
Urðareynir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
Allt að 2 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni eða lítið tré, allt að 2 m hár, minnir á seljureyni (S. aria).
Lýsing
Laufin eru oddbaugótt, óskipt, um 8-15 sm löng, breiðari ofan við miðju, snubbótt, leðurkennd, með 8-10 pör af æðastrengjum, neðsti 1/3 hlutinn heilrendur, efri hlutinn mjög fín sagtenntur (tennur hvassar og vita fram á við), hvít-flókahærður neðan, laufleggurinn rauðbrúnn. Blómskipunin þéttlóhærð. Blómin um 12-16 mm í þvermál. Aldin hálfhnöttótt, 10-15 mm, græn og skærrauð, með þéttar doppur.
Uppruni
S Noregur og S Svíþjóð, Eistland, Bretland.
Harka
Z7
Heimildir
= 1, www.plant-identification.co.uk/skye/rosacea/sorbus-rupicola.Html,
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í blönduð trjá- og runnabeð. Vex í kalksteinsklettum og basaltklettum í heimkynnum sínum.
Reynsla
Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.