Mjög líkur kasmírreyni (S. cashmiriana) en smávaxnari og með meira af rauðu litarefni alls staðar, mest eftirteknarverð á aldinunum sem eru fölbleikir í fyrstu en dökkna með aldrinum. Aldin allt að 12 mm.
Lýsing
Blómin djúpbleikari en hjá kasmírreyni. Lauf allt að 19 sm með allt að 9 pör af smálaufum. Smálaufin allt að 50 x 17 mm. Aldin allt að 11,5 x 11,5 mm. Stílar allt að 3,5 mm. Frævur 5, ekki eins samvaxin og hjá S. cashmiriana. Frævutoppur ögn hærður. Fjórlitna smátegund (2n=68).
Uppruni
NV Pakistan, Gilgit.
Heimildir
= 15
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð trjá og runnabeð. Í heimkynjum sínum vex rósareynirinn í norðurhlíðum á þurrum, sólvermdum klettum í rjóðrum í Abies spectabilis, Pinus wallachiana og Picea smithiana skógum.
Reynsla
Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur. Þrífst vel þar.