Lauffellandi runni, allt að 2-4 m hár. Ársprotar dökkgráir til mógráir, sívalir með fáeinar korkfrumur, lítið eitt dúnhærðir í fyrstu, verða hárlausir með aldrinum. Brum egglaga, 5-9 mm, ydd, brumhlífar allmargar, dökk rauðbrúnar, lítið eitt brúndúnhærðar.
Lýsing
Laufin stakfjöðruð, 8-15 sm löng að miðstrengnum meðtöldum, laufleggurinn 1-2 sm, axlablöð skammæ, lensulaga til egglaga, 4-8 mm, hálfhimnukennd, heilrend eða stundum flipótt, miðstrengur greiptur, smádúnhærður í fyrstu, verður næstum hárlaus með aldrinum, með mjóan væng. Laufblaðkan með 9-13(-17) smáblaðapör, með 6-20 mm millibili, dökkgræn ofan, aflöng, sjaldan aflöng-egglaga, 1,5-3 x 0,5-1 sm, hliðaræðastrengir 7-9 pör, smádúnhæring á miðæðastrengnum á neðra borði, þéttnöbbótt, hárlaus ofan, grunnur skakk-bogadregin, jaðrar með smáar, hvassar tennur efst, með 5-10 tennur, sjaldan fleiri eftir hvorri hlið, snubbóttar eða hvassyddar. Blómskipunin samsettur, endastæður hálfsveipur, 5,5-9 x 4,5-8 sm, margblóma, blómin strjál, miðstrengur og blómleggir hárlausir eða smádúnhærðir, verða hárlaus með aldrinum, með litlar oddvala korkfrumur, stoðblöð skammæ, lensulaga, 4-6 mm. Blómleggir 2-3 mm langir. Blómin 7-8 mm í þvermál. Blómbotn bjöllulaga, hárlaus á ytra borði. Bikarblöð þríhyrnd, snubbótt. Krónublöð hvít, breið-egglaga, um 5 x 4 mm, smádúnhærð ofan eða næstum hárlaus, snubbótt. Fræflar 20, um 1/2 lengd krónublaðanna. Stílar 5 eða 4, næstum jafnlangir og fræflarnir, smádúnhæðir eða næstum hárlausir, samvaxnir neðst eða upp að 1/3 stílanna. Aldin hvít, hnöttótt, 7-8 mm í þvermál, bikarblöð langæ.Smálauf 21-27, 2-3 sm að lengd, heilrend á neðsta þriðjungi laufjaðarsins, heilrend, blágræn á neðra borði, miðæðastrengurinn og neðra borð laufsins dúnhærð. Blómskipunin allt að 7 sm, hárlaus eða dúnhærð, blómin smá. Aldin 6-8 mm hvít ber.
v. prattii Smálauf oftast 9-13 pör, miðleggur laufa og blómskipunar smádúnhærður, verður næstum hárlaus með aldrinum.v. aestivalis (Koehne) T.T.Yu Smálauf oftast 13-17 pör, miðleggur laufa og blómskipunar hárlaus, sjaldan smádúnhærður.