Lítið, lauffellandi tré, allt að 8 m hátt. Ársprotar eru dúnhærðir, brum þéttlóhærð.
Lýsing
Smáblöð 11-15, hvert smáblað 3-6 sm, oddbaugótt til aflangt-lensulaga, ydd, efri hlutinn hvasstenntur, grá-græn dúnhærð á neðra borði. Axlablöðin mjög stór, egglaga, langæ. Blóm hvít, 1 sm í þvermál 10 sm breiðum í þyrpingum, blaðstilkar ullhærðir. Aldin 6-8 mm, hálfhnöttótt, appelsínugul-rauð.
'Chinese Lace' með djúptennt lauf og fallega haustliti, 'Pagoda Red' runnkennt yrki og 'Kewensis'með skærrauð aldin eru talin í RHS en ekki í ræktun hérlendis