Laufin breið-aflöng til bogformuð, hvass tvísagtennt, ekki með tennur í á neðsta 1/5 hluta laufsins, sljótenntar í oddinn, með ljósa gráhvíta lóhæringu á neðra borði og dökkgrænt efra borð. Blómin hvít í strjálum, kúluformuðum klösum. Aldin minna á epli, 8-12 mm löng. Líklega aðallega kynlaus fræmyndun. (2n = 68).
Uppruni
Noregur, hér og hvar með ströndum fram. Svíþjóð (Bóhúslén og Dalsland).