Lauffellandi runni, allt að 3 m hár. Árssprotar brúnir. Brum keilulaga-egglaga, dökkrauðleit, bládöggvuð, allt að 20 mm með fáeinum rauðbrúnum hárum í oddinn og á jöðrum brumhlífarblaðanna.
Lýsing
Lauf um 15 sm löng, með 4-6 smáblaðapörum. Smáblöð 6,0 x 1,8 sm, aflöng til oddbaugótt, broddydd, tennt ofan miðju, yfirleitt nöbbótt á neðra borði. Blómin í hálfsveipum. Aldin rauð með bleikri slikju, döggvuð, eins og eplalaga en mjókka að leggnum, um 11-13 x 8,5-10 mm. Stílar um 2,0 mm, festir með millibili. Fræ ljósbrún, um 5 x 2,5 mm. Tiltölulega einsleit tegund. (2n=34). Gulir-rauðir haustlitir. (McAll)
Uppruni
Japan (fjöll).
Harka
6
Heimildir
1, 15
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í blönduð runnabeð.
Reynsla
LA 941143 í T3-J05, gróðursett 2004 , kom sem nr. 940 frá Bayreuth HBU Ecol. 1992/93.Hefur verið sáð margoft en nær alltaf koma upp reyniviðir (S. aucuparia).