Sorbus latifolia

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
latifolia
Íslenskt nafn
Goðareynir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
-12 m
Vaxtarlag
Kröftugt tré allt að 15 m+. Krónan breiðkeilulaga, greinar gljáandi, ólífubrúnar.
Lýsing
Lauf 7-10 sm, kringluleit-egglaga, fjaðurflipótt, hvasstennt, mattgræn á efra borði, en gul grálóhærð á því neðra. Blómskpunin strjálblóma sveipur allt að 10 sm, blómskipunarleggur ullhærður. Blómin hvít, 1,5 sm í þvermál. Aldin 1,5 sm í þvermál, oddvala, brúndoppótt, geldæxlun.
Uppruni
Evrópa.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í trjá- og runnabeð.
Reynsla
Allharðgerður til harðgerður.
Yrki og undirteg.
'Red Tip' yrki sem ekki er í ræktun hérl.