Vex hér sem margstofna breiðkeilulaga tré með hvasstenntu laufi. Getur orðið yfir 20 m hár í heimkynnum sínum og allt að 6 m í þvermál.
Lýsing
Laufin hærð á unga aldri en verða með aldrinum dökkgræn og hárlaus á efra borði en hærð á því neðra. Sveipir hvítra blóma að vori og berin eru gul og brúnblettótt. Þolir vel loftmengun. (ath. betri lýsingu).
Uppruni
Himalaja.
Harka
Z9
Heimildir
= backyardgardener.com
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í runnabeð, í raðir, sem götutré.
Reynsla
LA 83744 í N3-AB01 gróðursett 1988, kom sem nr. 580 frá Dresden HB TechU 1982. Hefur staðið sig vel, kól aðeins í fysrtu en ekkert hin síðari ár. Meðalkal 10 ára meðaltal 0,16.Þolir loftmengun vel og því gæti hann verið ágætis götutré.