Tré sem verður allt að 12 m hátt í sínum heimkynnum sínum eða hærra. Gæti vaxið hérlendis sem margstofna, stórvaxinn runni. Árssprotar mjög sterklegir, allt að 9 mm í þvermál, stinnir, rauðleitir. Brumin egglaga-keilulaga, græn en með breytilegum rauðleitum blæ, allt að 25 x 13 mm, með fáum rauðbrúnum hárum á brumhlífaendum eða þétt rauðhærð á brumhlífajöðrunum.
Lýsing
Laufin lykja um stöngulinn að hluta til og fela mótstæð brum. Lauf allt að 32 sm, með 4-6(-8) blaðpörum. Smáblöðin að 115 x 40 mm, breið-oddbaugótt til aflöng-oddbaugótt meira eða minna heilrend eða tennt um hálfa leið upp,jaðar baksveigður næstum alla leið, þykk, leðurkennd, mjög nöbbótt á neðra borði. Blómskipunin stór hálfsveipur með sterklegar greinar. Blómin smá, rjómalit. Aldin oftast skærrauð, smá, allt að 6,75 x 7 mm, en oft miklu minni, egglaga-lensulaga, hárlaus. Bikarblöð kjötkennd. Stílar allt að 2,5 mm, festir meira eða minna með millibili. Frævur (2-)3(-4), undirsætnar, oddar meira eða minna lausir hver frá öðrum en flatir í dæld í bikarnum, hárlausar. Fræin gul, allt að 4,25 x 2 mm, oftast eitt í hverju aldini.Breytileg, tvílitna tegund sem fjölgar sér með kynæxlun. (McAll.).
Uppruni
A Hmalaja, frá austur Nepal gegnum Sikkím og Bhutan til Manipur, Indland.
Harka
Z 7
Heimildir
1, 15
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í trjá- og runnabeð.
Reynsla
20020804 í uppeldi 2 eint. í R01 B & R02 D 2007, kom sem nr. 1293 frá Dublin HB Nat 2002.Ómarktæk reynsla. ? section discolores