Lauffellandi runni eða lítið tré, allt að 6 m hátt, með mjög granna ársprota sem eru allt að 2 mm í þvermál. Árssprotar brúnir eða rauðbrúnir í fyrstu en verða svargráir með aldrinum, dúnhærðir, hárin rauðbrún á unga aldri. Eldri greinar eru með áberandi barkarop. Brumin egglaga 3-6 mm, ± snubbótt eða ydd, fjölmargar brumhlífar sem eru dökkbrúnar og brúndúnhærðar.
Lýsing
Laufin um 11 sm löng, með allt að 13 smáblaðapörum. Smáblöðin breiðegglaga allt að 14 mm á lengd með fáum, djúpum, breiðum tönnum. Blómskipunin strjál með allt að 12 blómum, hvert með meira em 12 mm í þvermál, krónublöð bleik. Aldin hvít með áberandi, uprétta bikarflipa. Fræ mjög dökkbrún stór, allt að 5,5 x 3 mm, útflött. Fjórlitna, 2n = 68.
Uppruni
SA Tibet og Kína ( Xizang og NV Yunnan).
Heimildir
11,15
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í skrautrunnabeð. Vex í skógarþykkni í háfjöllum, á árbökkum og í grýttum fjallahlíðum í 3000-4000 m hæð í heimkynnum sínum.
Reynsla
LA 20010895 í P7-R02 gróðursett 2004 M & T2-J02, einnig gróðursett 2004, kom sem nr. 112 frá Göteborg HB 2000.Stutt reynsla og ekki marktæk.