Lítið, margstofna tré, allt að 12(-14) m hátt. Árssprotar kröftugir (5-6 mm), stinnir, gráir, dúnhærðir í fyrstu. Brum eggvala-hnöttótt, rauðleit, allt að 12 mm, þétt þakin hvítu silkihári. Axlablöðin stór, allt að 12 x 22 mm, með lauf, langæ, einkum í blómskipuninni.
Lýsing
Laufin allt að 26 sm með 5-6 smáblaðapörum. Smáblöðin 75-90 x 20-35 mm, egg-lensulaga, tennt nær því að grunni, odddregin, bogadregin við grunninn og samhverf, blaðkan leðurkennd, gljáandi og með grópaða æðastrengi á efra borði, hvít dúnhærð og nöbbótt á neðra borði. Blómskipunin stór hálfsveipur. Blómin um 10 mm í þvermál, blómin hvít. Aldin appelsínugul-rautt eða gult, smá, allt að 6,75-9 mm í þvermál en yfirleitt minni, alltaf breiðari en þau eru löng, hörð, þroskast seint (oft í nóvemberlok erlendis). Bikarblöð kjötkennd en aðeins við grunninn. Frævur 4-5, hálf-undirsætnar, lausar hvor frá annarri í toppinn og þétt hvíthærðar. Stílar 1,75 mm, ekki samvaxnir. Fræ gul-græn, allt að 3,5 x 2,5 mm, allt að 4 í hverju aldini. Ekki mjög breytileg tegund. 2n=34.