Sorbus esserteauana

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
esserteauana
Íslenskt nafn
Skarlatsreynir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni eða lítið tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
5-8(-12) m
Vaxtarlag
Lítið, margstofna tré, allt að 12(-14) m hátt. Árssprotar kröftugir (5-6 mm), stinnir, gráir, dúnhærðir í fyrstu. Brum eggvala-hnöttótt, rauðleit, allt að 12 mm, þétt þakin hvítu silkihári. Axlablöðin stór, allt að 12 x 22 mm, með lauf, langæ, einkum í blómskipuninni.
Lýsing
Laufin allt að 26 sm með 5-6 smáblaðapörum. Smáblöðin 75-90 x 20-35 mm, egg-lensulaga, tennt nær því að grunni, odddregin, bogadregin við grunninn og samhverf, blaðkan leðurkennd, gljáandi og með grópaða æðastrengi á efra borði, hvít dúnhærð og nöbbótt á neðra borði. Blómskipunin stór hálfsveipur. Blómin um 10 mm í þvermál, blómin hvít. Aldin appelsínugul-rautt eða gult, smá, allt að 6,75-9 mm í þvermál en yfirleitt minni, alltaf breiðari en þau eru löng, hörð, þroskast seint (oft í nóvemberlok erlendis). Bikarblöð kjötkennd en aðeins við grunninn. Frævur 4-5, hálf-undirsætnar, lausar hvor frá annarri í toppinn og þétt hvíthærðar. Stílar 1,75 mm, ekki samvaxnir. Fræ gul-græn, allt að 3,5 x 2,5 mm, allt að 4 í hverju aldini. Ekki mjög breytileg tegund. 2n=34.
Uppruni
Kína, (vestur Sichuan).
Heimildir
15, www. efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200011675
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í skrautbeð, hugsanlega í raðir. Vex til fjalla í klettum í 1700-300 m h.y.s.
Reynsla
Planta LA 921304 er í uppeldi 2 eintök (aucuparia section) í R02 A 2007. Kom sem nr. 345 frá Trondheim HBU Ringve 1991.
Yrki og undirteg.
S. esserteauana 'Fructo-lutea' með gul ber.