Tré allt að 20 m hátt. Börkur með djúpar grópar, greinar verða fljott hárlausar, brum með kvoðu, glansandi.
Lýsing
Smálauf 11-21 talsins, 3-8 sm, mjó-aflöng, grófsagtennt, samhverf við grunninn, neðra borð ullhært. Blóm 1,5 sm, í keilulaga hálfsveip allt að 10 sm, grunnar stíla loðnir. Aldin allt 3 sm, epla- eða perulaga, gulgræn en þroskast og verða rauð í sólinni, römm.
Uppruni
M & S Evrópa, N Afríka, litla Asía.
Harka
Z6
Heimildir
1
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í skrautrunnabeð, sem stakstæð tré.
Reynsla
Nr. 20060820 í uppeldi 2007, kom sem nr 808 frá IASI HBU 2005.
Yrki og undirteg.
Sorbus domestica f. pomifera (Hayne) Rehd. Aldin eplalaga 2-3 sm. Sorbus domestica f. pyriformis (Hayne) Rehd. Aldin perulaga, 3-4 sm. LA 20010893 í uppeldi í R01 B 2007, kom sem nr. 820 frá IASI HBU 2000.