Sorbus discolor

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
discolor
Íslenskt nafn
Hvítreynir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Pyrus discolor Maxim. , Pyrus pekinensis (Koehne) Cardot, Sorbus pekinensis Koehne
Lífsform
Lauffellandi runni eða tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Græn-rjómahvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
3-8(-10) m
Vaxtarlag
Tré eða stórvaxinn runni, allt að 10 m á hæð. Árssprotar rauð-gráir. Brumin keilulaga-egglaga, djúprauð, um 13 mm, með rauðbrúnum hárum á oddi og á jöðrum brumhlífa.
Lýsing
Lauf allt að 20(-27) sm á lengd með (4-)6-8(-11) blaðpörum. Smáblöðin að 43x18 mm egg-lensulaga, nöbbtótt eða ekki nöbbótt á neðra borði.Blómskipunin pýramídalaga skúfur með græn-rjómahvítum blóm, krónublöðin verða aftursveigð mjög snemma. Aldin verða hvítleit og með meira eða minna skarlatsrauðri slikju, allt að 8,25 x 8,5 mm en oft minni, oftast stinn en ekki eins hörð og á fjórlitna smátegundum sem eru með geldæxlun. Bikar mjög kjötkenndur. Frævur 3-5, undirsætnar, tengdar að mestu leyti í toppinn nema í blámiðjunni, ögn hærðar. Stílar að 1,75-2 mm, með nokkru millibili. Fræ dökk brún, allt að 3 x 2,5 mm. Breytileg tegund. 2n=34.
Uppruni
N Kína (Anhwei, Beijing, Chili, Hunan, Jubei, Hopei, Kansu, Shensi).
Harka
6
Heimildir
1, 15
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í skrautrunnabeð.
Reynsla
Númer frá þremur mismunandi stöðum í uppeldi 2007 (ógreind).