Sorbus chamaemespilus

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
chamaemespilus
Íslenskt nafn
Gljáreynir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Pyrus chamaemespilus (L.) Lindl., Pyrus chamaemespilus (L.) Ehrh., Pyrus cordata auct. balcan.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Ljósbleikur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
1-2 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, 1-2 m á hæð. Greinar ögn hærðar í fyrstu en verða síðar rauðbrúnar og hárlausar
Lýsing
Lauf 3-7 sm, oddbaugótt, ydd eða snubbótt, fíntennt, leðurkennd, dökkgræn á efra borði, gulgræn á neðra borði, hárlaus og með dálítinn hárflóka, með 6-9 æðastrengja. Blóm ljósbleik í þéttum hálfsveip, allt að 3 sm í þvermál. Mjó, upprétt krónublöð. Aldinin egglaga, rauð.
Uppruni
Fjöll í M Evrópu, vex þar í skóglendi, grýttum hlíðum og klettum upp í 2500 m hæð.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þypingar, í beð.
Reynsla
Harðgerður, kelur lítið sem ekkert flest ár en á það til að kala aðeins einstöku ár.Elstu eintök eru 78285 í E5-F05, gróðursett 1984, kom sem nr. 2423 frá Oslo HBU 1977.Einnig má nefna 84573 í S12-08, gróðursett 1990 frá Champex-Lac HB Alp 1983. Bæði þessi númer kala lítið sem ekkert sé tekið meðaltal 10 ára.
Yrki og undirteg.
Sorbus chamaemespilus v. sudetica (Tausch) Wenz er með egglaga og stærra lauf en aðaltegundin, djúpsagtennt, æðastrengjapör 7-10, þétthærð í fyrstu en síðar lítt eða ekki hærð, blómin stærri og aldin um 1 sm í þvermál. Heimk.: N Tékkland, V Þýskaland (= 1)Súdetareynir nr 78270 í B7-06 gróðursett 1984. Kelur ekki mikið en er forljótur í vexti (vex reyndar í of miklum skugga).