Lítið tré með þétta, hvelfda krónu frá suður Englandi sem talinn er í útrýmingarhættu (Endemic to the Avon Gorge, both the Somerset and Gloucestershire sides). Verður allt að 10 m á hæð í heimkynnum sínum en þar vex hann í grýttu runna- og skóglendi.
Lýsing
Lauf 7-9 x 5-5,5 sm öfugegglaga til aflöng-tígullara, oddur með þríhyrnda flipa, laufleggur 1,2-2 sm, jaðrar fín-sagtenntar, skærgræn og vaxborin ofan, þéttur, grár hárflóki að neðra borði. Blómskipunun lítil, blóm um 1,2 sm í þvermál, frjóhnappar bleikir. Aldin 9-11 mm, egglaga, ljósappelsínugul, oft með þétt barkarop.Þetta er geldæxlunartegund og mynduð sem blendingur milli urðareynis (S. rupicola (Syme) Hedl.) og flipareynis (S. torminalis (L.) Crantz.)
Stutt. Nr. 20020799 er í uppeldi á reitasvæði (R01 C) 2007. Kom sem nr. 1521 frá St Petersburg HBA úr frælista 1999-2000. Er kannski ekki alveg nógu norðlægur fyrir okkar veðráttu en náskyldar tegundir af svipuðum slóðum hafa staðið sig vel og því um að gera að prófa hann.