Sorbus bristoliensis

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
bristoliensis
Íslenskt nafn
Avonreynir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni - lítið tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulhvítur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
3-5(-10) m
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Lítið tré með þétta, hvelfda krónu frá suður Englandi sem talinn er í útrýmingarhættu (Endemic to the Avon Gorge, both the Somerset and Gloucestershire sides). Verður allt að 10 m á hæð í heimkynnum sínum en þar vex hann í grýttu runna- og skóglendi.
Lýsing
Lauf 7-9 x 5-5,5 sm öfugegglaga til aflöng-tígullara, oddur með þríhyrnda flipa, laufleggur 1,2-2 sm, jaðrar fín-sagtenntar, skærgræn og vaxborin ofan, þéttur, grár hárflóki að neðra borði. Blómskipunun lítil, blóm um 1,2 sm í þvermál, frjóhnappar bleikir. Aldin 9-11 mm, egglaga, ljósappelsínugul, oft með þétt barkarop.Þetta er geldæxlunartegund og mynduð sem blendingur milli urðareynis (S. rupicola (Syme) Hedl.) og flipareynis (S. torminalis (L.) Crantz.)
Uppruni
SV England.
Harka
Z7
Heimildir
1, 2, www.iucnredlist.org/details/34741/0, www.ukwildflowers.com/We-pages/sorbus/sorbus_bristolensis_bristol_whitebeam.htm,
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í trjá- og runnabeð.
Reynsla
Stutt. Nr. 20020799 er í uppeldi á reitasvæði (R01 C) 2007. Kom sem nr. 1521 frá St Petersburg HBA úr frælista 1999-2000. Er kannski ekki alveg nógu norðlægur fyrir okkar veðráttu en náskyldar tegundir af svipuðum slóðum hafa staðið sig vel og því um að gera að prófa hann.