Sorbus austriaca

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
austriaca
Íslenskt nafn
Doppureynir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni - lítið tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
3-7(-10) m
Vaxtarlag
Tré með pyramidalaga-hvelfda krónu sem verður allt að 3-7(-10) m á hæð í heimkynnum sínum, yfirleitt með einum stofni.
Lýsing
Lauf eru bogadregin, 9-12 sm á lengd og 7-9 sm á breidd, með 2 djúpskiptum flipum og hvasssagtennt. Dökkgræn á efra borði en gráhærð á því neðra. Blómgun að vori. Þrífst best í léttum, frjóum jarðvegi með góðri framræslu í sól eða litlum skugga. Aldinin eru rauð og blöðin frísklega græn með gulum haustlitum. (Er ekki óáþekkur gráreyni og í einstaka heimild sem synonym fyrir hann).
Uppruni
Austurríki, Sviss og Ungverjaland.
Harka
z6
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í skrautbeð með trjám og runnum.
Reynsla
Nr. 20010890 ? í uppeldi (Aria deildin)í R01 E 2007 frá 817 IASI HBU 2000. Lítt reynd enn sem komið er.